Ég er iðinn sögumaður og hef gefið út fjögur söfn af smásögum og örsögum. Bækurnar fást sem rafbækur og kiljur í helstu vefverslunum, svo sem Amazon, Apple iBooks, Barnes and Noble, Kobo, og Storytel. Ég skrifa og birti sögur mínar jafnt á íslensku, ensku og spænsku.
Meðal annars (2024)
Örsagnasafn þar sem tekið er á fjölbreytilegum málefnum daglegs lífs og rýnt í þau undir innhverfu sjónarhorni.
Talaðu við ókunnuga (2019)
Smásagnasafn sem segir frá samskiptum við hið ókunna, hvort sem um er að ræða ókunnuga úti á götu, framandi viðhorf eða innhverfar samræður okkar við hinn hulda hluta undirmeðvitundarinnar.
52 augnablik (2017)
Örsagnasafn sem er afraksturinn af verkefni þar sem ég birti myndskreytta örsögu vikulega í heilt ár.
999 Erlendis (2012)
Smásagnasafn sem segir sögur Íslendings búsettum á erlendri grundu.