Börkur Sigurbjörnsson

Börkur Sigurbjörnsson

hugbúnaðarþróun | skáldskapur | hagnýtar rannsóknir

Tölvunarfræðingur sem þróar hugbúnað fyrir sprotafyrirtæki.

Rithöfundur sem skrifar og gefur út smásögur og örsögur.

Sprotafyrirtæki & ráðgjöf

Börkur er stofnandi Urbanixm, sprotafyrirtækis sem bætir aðgengi að upplýsingum um framkvæmdir í borgarumhverfi og áhrif þeirra.

Börkur starfaði áður hjá fjölda sprotafyrirtækja í London, Amsterdam, Barcelona og Reykjavík.

Samhliða sínu eigin sprotafyrirtæki þá starfar Börkur sem ráðgjafi fyrir aðra sprota þar sem hann nýtir 20 ára reynslu sína í að umbreyta hugmyndum í vörur.

Börkur Sigurbjörnsson — Sprotalíf
Börkur Sigurbjörnsson — Bókakápur smásagna

Skáldskapur

Börkur er iðinn sögumaður og skrifar smásögur og örsögur á vefinn Urban Volcano. Hann hefur gefið út þrjú smásagnasöfn.

999 Erlendis (2012) er smásagnasafn sem segir sögur Íslendings búsettum á erlendri grundu.

52 augnablik (2017) er örsagnasafn sem er afraksturinn af verkefni þar sem höfundurinn birti myndskreytta örsögu vikulega í heilt ár.

Talaðu við ókunnuga (2019) er smásagnasafn sem segir frá samskiptum við hið ókunna, hvort sem um er að ræða ókunnuga úti á götu, framandi viðhorf eða innhverfar samræður okkar við hinn hulda hluta undirmeðvitundarinnar.

Rannsóknir

Börkur er með doktorgráðu í tölvunarfræði og meistaragráðu í rökfræði frá Háskólanum í Amsterdam; áður lauk hann nami í stærðfræði og tölvunarfræði frá Háksóla Íslands.

Störf hans hafa snert á viðfangsefnum á borð við upplýsingaleit, leitarvélar, vélnám, gagnagröft, máltækni og borgarupplýsingafræði.

Börkur Sigurbjörnsson — Kápa doktorsritgerðar

Samband & samfélagsmiðlar