Börkur Sigurbjörnsson

Börkur Sigurbjörnsson

gagna- og upplýsinga-vísindamaður

Börkur Sigurbjörnsson er sérfræðingur í gagna- og upplýsinga-vísindum sem hjálpar fyrirtækjum að öðlast aukið innsægi í gegnum gagnavinnslu, og hjálpar sprotafyrirtækjum á frumstigi að glæða hugmyndir lífi. Í hjáverkum skrifar hann og gefur út eigin skáldskap.

Ráðgjöf

Börkur veitir ráðgjafaþjónustu sem byggir á starfsreynslu hans innan akademískra rannsókarstofnanna, rannsóknardeilda alþjóðlegra stórfyrirtækja og fjölda sprotafyrirtækja á Íslandi, Hollandi, Bretlandi, Spáni og Þýskalandi.

Gagnasögur

Börkur notar sögumennsku til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að skilja gögnin sín og öðlast aukið gagnadrifið innsæi.

Hagnýt vísindi

Börkur tekur að sér hagnýt rannsóknarverkefni, mælir gæði leitarvéla og beitir vélnámi og málvinnslu til þess að fá meira út úr gögnum og upplýsingum.

Sprotafyrirtæki

Börkur hjálpar sprotafyrirtækjum að skerpa á viðskiptamódelinu, finna sammsvörun milli vöru og markaðar og koma vöruþróun af stað frá frumgerðum til fyrstu vöru.

Börkur Sigurbjörnsson — Ferill

Skáldskapur

Börkur er iðinn sögumaður og skrifar smásögur og örsögur á vefinn Urban Volcano.

999 Erlendis

999 Erlendis (2012) er smásagnasafn sem segir sögur Íslendings búsettum á erlendri grundu.

52 augnablik

52 augnablik (2017) er örsagnasafn sem er afraksturinn af verkefni þar sem höfundurinn birti myndskreytta örsögu vikulega í heilt ár.

Talaðu við ókunnuga

Talaðu við ókunnuga (2019) er smásagnasafn sem segir frá samskiptum við hið ókunna, hvort sem um er að ræða ókunnuga úti á götu, framandi viðhorf eða innhverfar samræður okkar við hinn hulda hluta undirmeðvitundarinnar.

Börkur Sigurbjörnsson — Bókakápur

Contact & Social