Börkur Sigurbjörnsson

Börkur Sigurbjörnsson

Vísindi

Börkur er með doktorsgráðu í upplýsingaleit frá Háskólanum í Amsterdam og fyrri gráður í stærðfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Börkur er með yfir 15 ára reynslu í hugbúnaðargerð og hagnýtum rannsóknum innan háskólasamfélagsins, hjá stórfyrirtækjum og sprotafyrirtækjum.

Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum á sviði leitarvéla, gervigreindar, málvísinda og borgar-upplýsingakerfa.

Skáldskapur

Börkur er iðinn sögumaður og birtir smásögur, örsögur og ljóð á vefnum Urban Volcano. Börkur hefur gefið út þrjár bækur.

999 Erlendis (2012) er smásagnasafn sem segir sögur Íslendings búsettum á erlendri grundu.

52 augnablik (2017) er örsagnasafn sem er afraksturinn af verkefni þar sem höfundurinn birti myndskreytta örsögu vikulega í heilt ár.

Talaðu við ókunnuga (2019) er smásagnasafn sem segir frá samskiptum við hið ókunna, hvort sem um er að ræða ókunnuga úti á götu, framandi viðhorf eða innhverfar samræður okkar við hinn hulda hluta undirmeðvitundarinnar.