Börkur Sigurbjörnsson

Börkur Sigurbjörnsson

gagna sögumaður | sprota ráðgjafi | rithöfundur

Börkur Sigurbjörnsson er sérfræðingur í hagnýtum vísindum og hugbúaðarþróun. Hann hjálpar fyrirtækjum að öðlast aukið innsægi í gegnum gagnavinnslu, hjálpar sprotum á frumstigi að glæða hugmyndir lífi, og gefur út eigin skáldskap.

Gagnasögur og Sprotaráðgjöf

Börkur býr yfir 20 ára reynslu sem hagnýtur vísindamaður og hugbúnaðar sérfræðingur. Hann hefur unnið í háskólasamfélaginu, í rannsóknarteymi alþjóðlegra stórfyrirtækja, og hjá sprotafyrirtækjum í London, Amsterdam, Barcelona og Reykjavík.

Börkur veitir fjölbreytta ráðgjafaþjónustu, hjálpar fyirtækjum að greina gögn og öðlast aukið innsægi í gegnum gagnasögur, hjálpar sprotafyrirtækjum á frumstigi að skerpa viðskiptahugmynd sína því að beitingu viðskiptaþróunar aðferðafræði, og hraðar vöruþróunar ferli þeirra með smíði frumgerða.

Börkur Sigurbjörnsson — Ferill
Börkur Sigurbjörnsson — Bókakápur

Skáldskapur

Börkur er iðinn sögumaður og skrifar smásögur og örsögur á vefinn Urban Volcano. Hann hefur gefið út þrjú smásagnasöfn.

999 Erlendis (2012) er smásagnasafn sem segir sögur Íslendings búsettum á erlendri grundu.

52 augnablik (2017) er örsagnasafn sem er afraksturinn af verkefni þar sem höfundurinn birti myndskreytta örsögu vikulega í heilt ár.

Talaðu við ókunnuga (2019) er smásagnasafn sem segir frá samskiptum við hið ókunna, hvort sem um er að ræða ókunnuga úti á götu, framandi viðhorf eða innhverfar samræður okkar við hinn hulda hluta undirmeðvitundarinnar.

Rannsóknir

Börkur er með doktorgráðu í tölvunarfræði og meistaragráðu í rökfræði frá Háskólanum í Amsterdam; áður lauk hann nami í stærðfræði og tölvunarfræði frá Háksóla Íslands.

Störf hans hafa snert á viðfangsefnum á borð við upplýsingaleit, leitarvélar, vélnám, gagnagröft, máltækni og borgarupplýsingafræði.

Börkur Sigurbjörnsson — Kápa doktorsritgerðar

Contact & Social