
Börkur Sigurbjörnsson
Sérfræðingur í upplýsingavísindum og gagnaverkfræði sem hjálpar sprotafyrirtækjum á frumstigi að skapa þekkingu úr upplýsingum og gögnum. Rithöfundur sem gefið hefur út söfn af smásögum og örsögum.
Hagnýt vísindi fyrir sprotafyrirtæki
Vantar þig hjálp við að umbreyta markaðsinnsæi í stafræna vöru? Ég er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í upplýsingavísindum sem hjálpar sprotafyrirtækjum að umskapa nýjustu strauma og stefnur í gervigreind yfir í notendavænar vörur.
Yfir 15 ára reynsla sem hugbúnaðarverkfræðingur og hagnýtur rannsóknarmaður innan akademískra rannsóknarstofnana, rannsóknardeilda alþjóðlegra stórfyrirtækja og sprotaheimsins á Íslandi, Hollandi, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Frakklandi.
Sérgrein: þróa gervigreindarlausnir sem virka — frá hugmynd til vöru á 3-6 mánuðum. Tæknileg þekking nær yfir gervigreind (AI), vélnám (ML), máltækni (NLP) og leitarvélar.
Rannsóknir
Ég er með doktorgráðu í tölvunarfræði og meistaragráðu í rökfræði frá Háskólanum í Amsterdam; áður lauk ég grunnnámi í stærðfræði og tölvunarfræði frá Háksóla Íslands.
Ég hef unnið að akademískum og hagnýtum rannsóknum hjá Háskólanum í Amsterdam, Rannsóknardeild Yahoo! í Barcelona og hjá Rannskókardeild Microsoft í Cambridge.
Rannsóknarstörf mín hafa snert á viðfangsefnum á borð við upplýsingaleit, leitarvélar, vélnám, gagnagröft, máltækni og borgarupplýsingafræði.
Akademísk viðfangsefni | Greinar| Verkefni | Frumgerðir
Skáldskapur
Ég er iðinn sögumaður og skrifar smásögur og örsögur um hin margvíslegustu efni; tækni, sérstæða heimssýn og mannleg samskipti.
Leggstu í lestur: Fjögur sagnasöfn aðgengileg þér að kostnaðarlausu á vefnum Urban Volcano.